Mannlegi þátturinn

Nagladekkin og svifrykið, Petra paprika og rafsegulmeðferð á Heilsuvaktinni

Reykjavíkurborg hefur sett sér markmið til næstu ára um bæta loftgæði í borginni og vill hvetja íbúa til taka þátt í þeirri vegferð. Eitt af fyrstu og mikilvægustu skrefunum er draga verulega úr notkun nagladekkja, sem spilar stóran þátt í slæmum loftgæðum, sérstaklega yfir vetrartímann. Fyrir utan við svifryksmyndun og slæm loftgæði, valda nagladekk miklu sliti á götum sem eykur viðhald og kostnað. Svava Svanborg Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar kom í þáttinn og fræddi okkur um sviryk og mikilvægi loftgæða.

Hafdís Helgadóttir næringafræðingur kom svo til okkar en hún fræddi okkur um næringu og hvernig við getum aðstoðað börnin okkar og yngri kynslóðirnar skilja betur næringu og áhrif hennar á líkamann og þá getum við, fullorðna fólkið, einnig lært heilmikið í leiðinni. Hún fékk innblástur í fræðandi barnaefni úr sinni æsku, eins og teiknimyndaþáttunum Einu sinni var sem kenndu börnum til dæmis mannkynssögu á skemmtilegan hátt. Því ákvað hún búa til barnabók. Hafdís sagði okkur frá því hvernig hún nýtti sér gervigreind og endaði svo sjálf sem bókaútgefandi.

Rafsegulmeðferð, eða TMS meðferð eins og hún er kölluð, hefur reynst verulega árangursrík fyrir þá sem glíma við þrálátt þunglyndi og hafa ekki fundið viðunandi úræði við sínum sjúkdómi og eru jafnvel í svo mikilli vanlíðan hún hefur djúpstæð áhrif á daglegt líf þess. Byrjað var veita TMS meðferðina hér á landi fyrir tveimur árum og hafa á annað hundrað manns nýtt sér hana. Helga Arnardóttir ræddi á Heilsuvaktinni við Dag Bjarnason geðlækni og yfirlækni á Heilaörvunarmiðstöðinni í Skógarhlíð en þangað geta allir á landinu sótt þjónustu.

Tónlist í þættinum

Lífsgleði / Pónik (Jean & Vanguard, texti Þorvaldur Halldórsson og Erlendur Svavarsson)

Allar þínar gjafir / Ragnheiður Gröndal og Finnur Árnason og Co. (Finnur Árnason, texti Árni Grétar Finnsson)

Lifðu hægt / Hildur Vala (Svavar Knútur Kristinsson, texti Karl Ágúst Úlfsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,