• 00:04:27Helgi Björnsson - föstudagsgestur
  • 00:21:33Helgi Björnsson - seinni hluti
  • 00:39:33Matarspjallið - vetrarmatur

Mannlegi þátturinn

Helgi Björnsson föstudagsgestur og vetrarmatur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngvarinn og leikarinn Helgi Björnsson. Hann heldur þessa dagana upp á fjörutíu ár í tónlistarbransanum með tónleikum þar sem hann fer yfir vinsælustu lögin á farsælum ferli, í hljómsveitunum Grafík og Síðan skein sól og á mörgum hljómplötum í eigin nafni. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar, en hann er fæddur og uppalinn á Ísafirði, flutti svo suður, lærði leiklist og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. 40 ár af Helga Björns í þættinum í dag.

Á morgun er fyrsti vetrardagur og í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti fórum við yfir það sem hún kallar vetrarmat. Gúllas, kássur og fleira í matarspjallinu í dag.

Tónlistin í þættinum

Tangó / Grafík (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson og Rúnar Þórisson)

Mér var svo kalt / Síðan skein sól (Helgi Björnsson)

Himnasmiðurinn / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Þormóður Eiríksson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

25. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,