Mannlegi þátturinn

Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum, Nýrnafélagið og póstkort

Á föstudaginn fer fram málþing á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands um hættuna á misnotkun gervigreindar og tækninýjuna til brjóta kynferðislega á börnum. Með nýrri tækni blasir við nýr veruleiki sem vekur upp spurningar um það hvernig rétt bregðast við. Sérfræðingar munu tala á málþinginu um það hvernig gervigreind og önnur stafræn tækni er misnotuð til brjóta á börnum, hverjar birtingamyndir brotanna eru, hvernig tekist er á við slíkt og til hvaða forvarnaraðgerða er gripið. Páll Magnússon, sem starfar hjá fastanefnd Íslands í Genf og stýrir málþinginu, kom í þáttinn ásamt Regínu Jensdóttur, sérfræðingi í mannréttindum barna í Evrópu, en hún heldur erindi á þinginu.

Við fræddumst um starfssemi Nýrnafélagsins í dag en markmið þess er meðal annars styðja alla þá sem veikjast af langvinnum nýrnasjúkdómum og aðstandendur þeirra og fræða almenning og sjúklinga um nýrnasjúkdóma, meðferð þeirra og félagsleg vandamál sem þeim fylgja. Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir formaður Nýrnafélagsins kom í þáttinn.

Svo fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og pólitíkin var til umfjöllunar í upphafi póstkortsins. Magnús sagði frá pólitík sem hann upplifði í ýmsum Evrópulöndum þar sem hann hefur búið. Í seinni hlutanum sagði hann frá athygliverðum rannsóknum bandarísks sagnfræðiprófessors sem hefur rannsakað svefnvenjur fólks á miðöldum. Hann komst því fyrir iðnbyltinguna svaf fólk svokölluðum tvífasa svefni. Það þýðir það vaknaði eftir um það bil þriggja tíma svefn, vakti í tvo tíma og svaf svo aftur í þrjá til fjóra tíma.

Tónlist í þættinum í dag:

Fyrir þig / Dátar (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason)

Ryðgaður dans / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson)

Á æðruleysinu / KK (Kristján Kristjánsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

23. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,