• 00:08:31Björn Erlingss. - björgunarskipið Maríu Júlía
  • 00:32:21Anna Lára og Magga Dóra - málþing Þroskahjálpar

Mannlegi þátturinn

Saga björgunarskipsins Maríu Júlíu og fatlað fólk í tæknivæddri framtíð

Björn Erlingsson hafeðlisfræðingur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá sögu hins fornfræga björgunarskips Vestfirðinga, Maríu Júlía BA 36, sem kom var safnað fyrir og lokum smiðað í Danmörku. Skipið kom til Íslands árið 1950 og nýttist á fjölbreyttan hátt næstu áratugina, til dæmis er talið áhafnir skipsins hafi bjargað um tvö þúsund manns og í skipinu var sérútbúin rannsóknarstofa fyrir fiskifræðinga og fyrir sjómælingar. Skipið var því fyrsti vísir hafrannsóknarskipi á Íslandi. Í dag er skipið komið til hafnar á Húsavík en ætlunin er gera það upp enda er skipið friðað með lögum. Björn sagði okkur merkilega sögu Maríu Júlíu í þættinum.

Á laugardaginn fer fram málþing um fatlað fólk í tæknivæddri framtíð. Hugmyndafræði og ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er í lögfestingarferli á Íslandi, nýtast sem grunnviðmið til meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinni notkun gervigreindar og starfrænnar tækni. Í grundvallaratriðum er samningnum ætlað tryggja fötluðu fólki jafnrétti og jafnræði á öllum sviðum. Heimsmarkmið eru sett fram með það meginmarkmiði skilja engan eftir og í þeim felst hugsjón um búa til samfélag þar sem allir, þar á meðal fatlað fólk, njóti jafnra tækifæra og jafnréttis á öllum sviðum. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar og Magga Dóra Ragnarsdóttir, stafrænn hönnunarleiðtogi Mennskrar ráðgjafar komu í þáttinn og sögðu okkur frá því um hvað verður rætt á þinginu og hvað ber helst hafa í huga í þessum málum svo tæknivædd framtíð og gervigreind geti nýst öllum.

Tónlist í þættinum:

Horfðu til himins / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson)

Farmaður hugsar heim / Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms (lagið eftir Þórunni Franz og textinn eftir séra Árelíus Níelsson)

One of these things first / Nick Drake (Nick Drake)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

16. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,