• 00:06:41Sæunn Ísfeld - Norðurhjálp
  • 00:20:49Snorri Vilhjálmsson golfvallahönnuður
  • 00:37:52Einar Sveinbjörnsson - Veðurspjallið

Mannlegi þátturinn

Norðurhjálp, Snorri golfvallahönnuður og veðurspjallið með Einari Sveinbjörnss

Norðurhjálp tekur við og selur allskyns notaðar vörur; fatnað, heimilisbúnað, húsgögn, bækur, smádót, listaverk og margt fleira. Allur ágóði fer í styrkja einstaklinga og fjölskyldur á svæðinu sem ekki hafa mikið á milli handanna. Fjórar konur sem hafa starfað lengi við sjálfboðavinnu tóku höndum saman og vinna 6 daga vikunnar við taka á móti vörum og við afgreiðslu. Við heimsóttum Norðurhjálp í rúmlega 400 fm. skemmu sem þær leigja undir starfsemina rétt hjá Glerártorgi. Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir tók á móti okkur.

Svo heyrðum við í Snorra Vilhjálmssyni í Austurríki, en hann starfar þar við golfvallahönnun hjá fyrirtæki sem kennt er við einn frægasta kylfing heims. Snorri lærði golfvallahönnun í Skotlandi og vinnur hönnun og byggingu glæsilegra golfvalla um nánast allan heim. Það er ekki víst margir viti hvað felst í starfi golfvallahönnuðar. Við fengum Snorra til segja okkur í dag.

Einar Sveinbjörnsson kom svo í veðurspjallið í dag. Í þetta sinn sagði hann okkur frá kaldri tungu sjávar undan Vestfjörðum og Húnaflóa um þessar mundir og hvernig hún mótar hitafarið. Svo talaði Einar um veðurstöðina Grímsstaði á Fjöllum. Þar er ríkir hálfgert meginlandsloftslag og hann ætlar skoða kuldana undanfarna daga einmitt þar. Og lokum veltum við því fyrir okkur hvort fellibyljatímanum á Atlantshafi lokið.

Tónlist í þættinum í dag:

Pínulítið lengur / Stefán Hilmarsson (D. Gates, texti Stefán Hilmarsson)

Litli tónlistarmaðurinn / Elly Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson eða Tólfti September)

Build Me Up Buttercup / The Foundation (A. G. Instone, M. D'Abo og T. Macaulay)

Veðurglöggur / Spilverk Þjóðanna (Spilverk Þjóðanna)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,