• 00:06:46Föstudagsgesturinn Lára Ómarsdóttir
  • 00:44:17Matarspjallið - Sigurlaug Margrét

Mannlegi þátturinn

Lára Zulima Ómarsdóttir föstudagsgestur og ítalskir brauðréttir

Föstudagsgesturinn okkar í dag kom úr heimi fjölmiðlana og er manneskja sem hefur bæði unnið í útvarpi og sjónvarpi. Lára Ómarsdóttir, sem lét breyta nafninu sínu fyrir stuttu síðan í Lára Zulima Ómarsdóttir, en móðuramma hennar hét einni Lára Zulima. Lára hefur starfað sem fréttamaður og unnið við margskonar dagskrárgerð, hún hefur meðal annars gert þætti um náttúru Íslands í ferðaþáttum með föður sínum, Ómari Ragnarssyni. Lára rifjaði upp æskuna í Háaleitinu og ÁLftamýraskóla, Kerlingafjöll og tilraunir í tískumálum. Undanfarið hefur hún unnið í almannatengslum og hún hefur svo meðal annars unnið heimildamynd um gler- og myndlistarkonuna Höllu Har og verður mynd sýnd í bíó Paradís fljótlega.

Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað. Við höfum verið skoða matreiðslubækur undanfarið og héldum því áfram í dag. Sigurlaug kom með ítalska bók sem fjallar mestu um brauð, brúskettur og ítalska brauðrétti.

Tónlist í þættinum:

Yakkety yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason)

Fjalaköttur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson, texti Hrafn Gunnlaugsson)

Ég vild’ég væri / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Ragnhildur Gísladóttir)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

11. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,