• 00:05:47Guðný og Sigrún - Bataskólinn
  • 00:31:01Salóme Magnúsd. - 10 ára viðtal og nýtt viðtal

Mannlegi þátturinn

Bataskólinn og Salóme Katrín með tíu ára millibili

Bataskólinn er fyrir fólk sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og aðstandendur þeirra. Þar er boðið upp á fjölbreytt námskeið sem fjalla öll um bata á einhvern hátt nemendum kostnaðarlausu. Í síðustu viku var haldinn opinn kynningarfundur um Bataskólann og starfsemi hans og þær Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri og Sigrún Sigurðardóttir, jafningjafræðari, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá skólanum, starfseminni og því sem þar er boðið upp á.

Eins og við sögðum frá á mánudaginn, þá er Mannlegi þátturinn 10 ára og við rifjuðum í dag upp viðtal frá fyrstu viku þáttarins. Þá fórum við í ferð til Vestfjarða og komum við í Tjöruhúsinu, veitingastaðnum í Neðstakaupstað á Ísafirði. Hjónin sem reka staðinn voru ekki við, en dóttir þeirra Salóme Magnúsdóttur, þá 19 ára, tók á móti okkur. Við heyrðum þetta 10 ára gamla viðtal og í framhaldinu heyrðum við aftur í Salóme, en hún er auðvitað 10 árum eldri í dag. Hún var sem sagt heyra viðtalið við sig í fyrsta skipti síðan þá og í rauninni mundi hún ekkert eftir því. Það var gaman heyra hvað hafði á daga hennar drifið síðan þá.

Tónlist í þættinum:

Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

Kaffi Tröð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)

Kvöld / Egill Ólafsson og Villi Valli (Villi Valli)

Quietly / Salóme Katrín Magnúsdóttir (Salóme Katrín Magnúsdóttir)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,