• 00:04:40Margrét Einarsdóttir - föstudagsgestur
  • 00:20:32Margrét Einarsd. - seinni hluti
  • 00:38:56Matarspjallið - Worchestershire sósa

Mannlegi þátturinn

Margrét Einarsdóttir föstudagsgestur og matarspjall um Worchesterhire sósu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Margrét Einarsdóttir búningahönnuður. Hún hefur rekið tískuverslun, verið stílisti og hannað föt í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Meðal annars fyrir kvikmyndirnar Hrútar, Vonarstræti og Snertingu, nýjustu mynd Baltasars Kormáks og svo hannaði hún búningana í sjónvarpsþáttröðunum Verbúðinni, Aftureldingu og þessa dagana er hún vinna í gríðarstórri þáttaröð, King and Conquerer. Við fórum með henni aftur í tímann og rifjuðum upp æskuslóðirnar, í Svíþjóð og Reykjavík og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og fengum hana til segja okkur hvernig það kom til hún fór vinna í sínu fagi.

Í matarspjallinu töluðum við um hina frægu Worcestershiresósu. Sósan rekur uppruna sinn til Englands á 19. Öld, en hvað er í henni og í hvað er best nota hana?

Tónlist í þættinum í dag:

Ég lifi í draumi / Björgvin Halldórsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðarson)

Fever / Sarah Vaughan (Eddie J. Cooley & John Davenport)

Paroles... Paroles... / Dalida & Alain Delon (Giancarlo del Re, Giovanni Ferrio & Matteo Chiosso)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

24. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,