Mannlegi þátturinn

Iceland Innovation Week, forestakjörið og veðurspjallið

Við fræddumst í þættinum um stærsta nýsköpunar- og frumkvöðlaviburð sem haldinn er hér á landi, einmitt þessa dagana; Iceland Innovation Week. Hátíðin er markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar og þar gefst frumkvöðlum og fyrirtækjum kostur á standa fyrir viðburðum og kynna starfsemi sína. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir stofnaði Iceland Innovation Week ásamt Eddu Konráðsdóttur. Melkorka er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessari viku og viðburðinum sem hefur vaxið gríðarlega á þeim fjórum árum síðan hann var haldinn fyrst.

Forsetakjör fer fram laugardaginn 1. júní næstkomandi. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir frá kl. 9:00 til 22:00. Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért á kjörskrá þá fletta því upp og hvernig gerir maður grein fyrir sér á kjörstað? Jú, með skilríkjum en hvers konar skilríki eru tekin gild?. Nýir kjörstaðir hafa bæst við síðan síðast og búið er opna fyrir atkvæðagreiðslu utankjörfundar. Við fórum yfir nokkur praktísk atriði með Helgu Björk Laxdal skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar í þættinum.

Svo kom Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur til okkar í veðurspjallið í dag. Við ræddum við hann um sólstorminn sem skall á um helgina og við misstum af vegna þess það var of skýjað. Einar fræddi okkur um litróf norðurljósanna og truflanir sem geta orðið á fjarskiptum og raforkulutningi. Þetta var mesti sólstormur frá því í oktobér 2003 og tengist 11 ára sólsveiflunni svokölluðu. Svo ræddum við aðeins um klaka í jörðu sem óðum er hverfa og hvernig jarðvegshitamælingar geta sagt til um leysingu klakans og aurbleytu. Svo lokum skoðuðum við hvaða ytri þættir kunna móta sumarveðráttuna hjá okkur og Einar fjallaði aðeins um þá og vísbendingar í veðurlagsspám, til dæmis fyrir hvítasunnuhelgina.

Tónlist í þættinum í dag:

Talað við gluggann / Bubbi (Bubbi Morthens)

Við arineld / Vala Guðnadóttir (Magnús Eiríksson, texti Kristján frá Djúpalæk)

Kúbanska / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

14. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,