• 00:04:33Hara systur / Hildur og Rakel - föstudagsgestir
  • 00:20:50Hara systur - seinni hluti
  • 00:36:20Matarspjallið - matreiðslubók Sophiu Loren

Mannlegi þátturinn

Hara systur föstudagsgestir og ítalskt matarspjall

HARA systur frá Hveragerði komu sáu og næstum því sigrðu X Factor keppnina árið 2007. Þær lentu í öðru sæti eftir spennandi einvígi við Jogvan Hansen, sem þær höfðu reyndar nokkrum mánuðum áður skráð til leiks ásamt sér. Systurnar urðu á skömmum tíma gríðarlega vinsælar og í kjölfarið gáfu þær út plötu og voru bókaðar út um allt land. En það hefur ekki mikið heyrst til þeirra undanfarin ár. Hvar eru þær í dag og hvað hefur á daga þeirra drifið? Við tókum vel á móti Hara systrum, Rakel og Hildi Magnúsdætrum í dag og fórum með þeim yfir þessa miklu reynslu sem keppnin var, æskuárin í Hveragerði, aðdraganda þess þær skráðu sig í keppnina sem breytti lífi þeirra, skuggahliðar þess slá í gegn svona snögglega og svo hvað þær hafa verið gera undanfarið.

Matarspjallið var svo á sínum stað og í dag var ítalskt þema þar sem leikkonan Sophia Lauren var í aðalhlutverki, en Sigurlaug Margrét keypti matreiðslubók fyrir 15 árum þar sem Sophia deilir uppskriftum sínum og sögum á bak við þær og okkur skilst Sigurlaug hafi prófað matreiða hverja einustu þeirra.

Tónlist í þættinum í dag:

Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

Hvernig veit ég? / Hara systur (Hildur Magnúsdóttir og texti Rakel Magnúsdóttir)

Framtíðin / Hara systur (Pernille Rosendahl, Jonas Struck, Emil Jörgensen og texti Rakel Magnúsdóttir og Hildur Magnúsdóttir)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

10. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,