• 00:04:06Gísli Örn Garðarsson - föstudagsgestur
  • 00:22:33Gísli Örn - seinni hluti
  • 00:36:42Matarspjall - saffran

Mannlegi þátturinn

Gísli Örn föstudagsgestur og matarspjall um dýrasta krydd í heimi

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2001. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Hann leikstýrir Frosti í Þjóðleikhúsinu í vetur og í haust verður sýningin vinsæla Ellý tekin aftur til sýninga í Borgarleikhúsinu. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru einminn Ellý, Jólaboðið, Fólk, staðir og hlutir, Ofviðrið, Óþelló, Í hjarta Hróa hattar, Hamskiptin, Faust, Woyzeck og Rómeó og Júlía. Hann er einn af stofnendum Vesturports. Hann hefur tvívegis hlotið Edduverðlaunin sem leikari og hefur unnið til alþjóðlegra leiklistarverðlauna fyrir leikstjórn. Hann er einn af leikstjórum sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðarinnar, auk þess sem hann er einn af leikurum, handritshöfundum og framleiðendum þáttanna og standa yfir tökur á sjónvarpsþáttum um Vigdísi Finnbogadóttur sem verða sýndir á næsta ári í sjónvarpinu. Við fórum með Gísla á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag með viðkomu í Noregi, Hlíðunum, fimleikum og miklu víðar.

Og í matarspjalli dagsins var saffran, kryddið dýra, í aðalhlutverki og við fengum dýrindisuppskrift af risarækjum í saffrankryddi og tagliatelle. Og uppskrift kom ekki frá Sigurlaugu heldur úr smiðju Gunnars Hanssonar.

Tónlist í þættinum í dag:

Vorið er komið / Gísli Rúnar Jónsson (Hallbjörg Bjarnadóttir, texti Jón Thoroddsen)

Allt mitt líf / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Umberto Bindi, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Summer / Greg Hildreth (Kristen Anderson, Lopez & Robert Lopez)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

3. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,