Mannlegi þátturinn

Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski, hláturjóga og veðurspjall

Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski er yfirskriftin á árlegri vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sem haldin verður á fimmtudag og föstudag á Hótel Nordica. Umfjöllunarefnið er kynheilbrigði frá bensku til fullorðinsára og hvernig hægt er mæta betur fjölbreyttum taugaþroska barna og skoðuð verður staðan og þjónustan í þessum málaflokki og fleira. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi á Ráðgjafar- og greiningarstöð, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um það sem þarna fer fram.

Hin árlegi Alþjóða hláturdagur verður haldinn 5. maí næstkomandi við þvottalaugarnar í Laugardal með það markmiði vekja athygli á hlátri, gæðum hláturs og finna hina barnslegu leikgleði sem svo mörg okkar eiga til gleyma í alvarleika lífsins. Við ræddum við Finnboga Þorkel Jónsson, hláturjógaleiðbeinanda og eiganda Gleðismiðjunnar, í þættinum. Finnbogi fræddi okkur um sögu hláturjóga og ávinningin og kenndi okkur í beinni útsendingu hlátursláttuvélina, sem er æfing til koma af stað hlátri.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjallið. Hlýnun jarðar veldur því tilvikum ókyrrðar fer fjölgandi. Umfjöllun var um málið í BBC um helgina og Einar fræddi okkur um ókyrðina sem hefur aukist með hlýnun loftslagsins.Svo voru það sólskinsmælingar í Reykjavík og fjöldi sólarstunda. Apríl er ljúka og mars var sérlega sólríkur suðvestanlands. Er aprílsólarmetið í Reykjavík falla? Svo fór Einar lokum aðeins yfir veðurspána framundan.

Tónlist í þættinum í dag:

S.O.S. Ást í neyð / Hljómsveit Magnúsar Ingimarsson (Moroder & Holm, texti Ómar Ragnarsson)

Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson)

Build Me Up Buttercup / The Foundations (Mike D'Abo & Tony Macaulay)

Fjórir kátir þrestir / Sigrún Jónsdóttir (erlent lag, texti Jón Sigurðsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

30. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,