Mannlegi þátturinn

Staðan á Heilsugæslunni, Stóri plokkdagurinn og Finnur Eydal

Við fáum stundum ábendingar eða óskir frá dyggum hlustendum um umfjöllunarefni í þáttinn og nýlega barst ein slík um stöðuna á heilsugæslunni. Það er segja viðkomandi var reyna tíma hjá heimilislækni og fékk tíma í júní. Þriggja mánaða bið. Hvað veldur? Læknaskortur og aukið álag er eitthvað sem við heyrum reglulega. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna.

Stóri plokkdagurinn verður haldinn í sjöunda sinn um allt land sunnudaginn 28.apríl. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn. Markmiðið er fyrirtæki, vinnufélagar, nágrannar, húsfélög, heilu hverfin eða jafnvel sveitarfélögin geta skipulagt hreinsunarátak á þeim degi í nágrenni sínu og sínu nærumhverfi. Það þarf ekki mikið til, kannski bara hanska og/eða tangir og glæran poka til safna ruslinu sem plokkað er af jörðinni. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi kom í þáttinn og sagði okkur meira frá plokkdeginum og aðkomu Rótarý hreyfingarinnar.

lokum kom Jónatan Garðarsson til okkar og hélt áfram fræða okkur um íslenskt tónlistarfólk. Hann hefur nýlega sagt okkur frá Berta Möller, Erlu Stefánsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur, Bergþóru Árnadóttur og fleirum. Í dag fræddi hann okkur um Finn Eydal tónlistarmann og klarinettuleikara frá Akureyri. Finnur var gríðarlega hæfileikaríkur tónlistarmaður og fjölhæfur, hann lést langt fyrir aldur fram aðeins 56 ára gamall.

Tónlist í þættinum:

Mikki / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)

Sleðaferð / Magnús Þór og KK (Magnús Þór Sigmundsson)

Bjórkjallarinn / Hljómsveit Finns Eydal (Ludwig Fischer)

Stakir Jakar / Hljómsveit Ingimars Eydal (Finnur Eydal)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

11. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,