Mannlegi þátturinn

Galdrar og geimferðir, Delta Kappa Gamma og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um það hvernig kennararnir Ármann Halldórsson, ensku- og heimspekikennari við Verslunarskólann og dr. Sveinn Guðmundsson, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi við Háskóla Íslands, nýta sér dægurmenningarfyrirbærin Star Trek og Harry Potter í kennslu. Í gegnum þessa söguheima skoða þeir hvernig dægurmenning getur dregið fram umdeild málefni samfélagsins og jafnvel virkað sem breytingarafl þegar kemur þeim. Þeir Ármann og Sveinn sögðu okkur frá því hvernig söguheimar galdradrengsins og geimferða nýtast þeim í kennslu í þættinum.

Svo kynntumst við Delta, Kappa, Gamma, sem er samtök kvenna í fræðslustörfum. Samtökin hafa starfað hér á landi í tæp 50 ár, í þeim eru um 340 konur í alls kyns störfum sem tengjast menntamálum á öllum skólastigum, í ráðuneytum og fleiri stofnunum innan menntageirans. Markmið samtakanna eru m.a. efla persónulegan og faglegan þroska félagskvenna og styðja hvers konar viðleitni til umbóta í menntamálum. Árný Elíasdóttir, forseti landssambands DKG, og Málfríður Þórarinsdóttir varaforseti, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frekar frá samtökunum og vorráðstefnu þeirra sem fram fer 20. apríl á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi.

Við fengum svo lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins fjallar til byrja með um veðrið í Eyjum, en þrátt fyrir skaplegt veður undanförnu flykkjast Eyjamenn til Tenerife, eða Tene eins og þeir kalla eyjuna sér til hægðarauka. Ferðamönnum hefur hins vegar fjölgað svo mikið heimamönnum þar syðra er farið ofbjóða og boða til mótmæla. Það ríkir neyðarástand á Tene vegna vatnsskorts. Undir lokin er fjallað aðeins um hina miklu leit vellíðan og hamingju.

Tónlist í þættinum:

Hún hring minn ber / Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og Vilhjálmur Vilhjálmsson (erl.lag - texti Baldur Pálmason)

Where Do You Go To My Lovely / Peter Sarstedt (Peter Sarstedt)

Goodbye Yellos Brick Road / Elton John (Elton John & Bernie Taupin)

Svona er ástin / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson og Jónas Fririk Guðnason)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,