Mannlegi þátturinn

Samband peninga og hamingju, ofbeldi nemenda og Heilsuvaktin snýr aftur

Hvert er sambandið milli tekna og velferðar? Eða peninga og hamingju? Hvað miklar tekjur telja einstaklingar sig þurfa og hversu næmt er fólk fyrir breytingum í tekjum? Hvað þarf fólk mikið af peningum til vera hamingjusamt og hversu mikið breytist hamingja fólks við það hærri tekjur og meiri pening? Við fræddumst í dag um grein sem er fyrsti hluti af doktorsverkefnis Guðrúnar Svavarsdóttur, doktorsnema við Hagfræðideild Háskóla Íslands og rannsakanda hjá ConCIV rannsóknarhópnum. Guðrún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu, til dæmis um hið flókna samband tekna og velferðar, því þar hafa margar breytur áhrif, til dæmis ytri aðstæður, menntun, búseta og kyn.

Mikil aukning hefur verið á ofbeldi nemenda og alvarlegum birtingarmyndum þess, samhliða ákveðnu úrræðaleysi og starfsfólk skóla getur upplifað sig óöruggt og vonlítið í krefjandi aðstæðum með nemendum. Við endurfluttum í dag viðtal við Soffíu Ámundadóttur, grunnskólakennara og leikskólakennara, sem var áður í þættinum 1.feb. s.l., en hún hefur haldið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Ofbeldi nemenda og hegðunarvandi. Soffía hefur starfað í Brúarskóla, sem er sérskóli fyrir nemendur með tilfinninga- og hegðunarvanda.

Áfengi, rautt kjöt og unnar kjötvörur er komið á lista með skaðvöldum á borð við reykingar og aðra krabbameinsvaldandi þætti. er mælt með því draga verulega úr neyslu áfengis og þessara matvara til minnka líkur á krabbameini í meltingarkerfinu eða annars staðar. Þetta var umfjöllunarefni Helgu Arnardóttur í Heilsuvaktinni sem hóf aftur göngu sína í Mannlega þættinum. Þar ræddi hún við Huldu Maríu Einarsdóttur ristil- og endaþarmsskurðlækni hjá Landspítalanum. Hún hefur verið grænmetisæta í fjöldamörg ár og starfað í Bandaríkjunum í á annan áratug en hún segist merkja mikla neikvæða breytingu í meltingarvegi yngra fólks sem allt rekja til lífsstíls.

Tónlist í þættinum:

Litli tónlistarmaðurinn / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Freymóður Jóhannsson)

Sixpence Only / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Í sól og sumaryl / Hljómsveit Ingimars Eydal (Gylfi Ægisson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

9. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

,