Mannlegi þátturinn

Dýrmæta Anna, páskaveðursvinkill og Hulda lesandinn

Dýrmæta Anna er heiti á barnabók, nokkurs konar sjálfshjálparbók og er skrifuð til gefa krökkum skilning á hlutum sem geta gagnast þeim út lífið og stuðlað aukinni hamingju, meiri sjálfsást og betri samskiptum. Höfundur bókarinnar, Fjóla María Bjarnadóttir, hefði sjálf viljað svona bækur hefðu verið nálægt henni í æsku en hún þekkir af eigin raun vera barn og unglingur í mikilli vanlíðan. Aðstæður á æskuheimilinu voru erfiðar, en hún fór í 10 grunnskóla í 2 löndum og var stanslausan með mikinn kvíða. Við ræddum við Fjólu Maríu í þættinum.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallaði um muninn sem er á milli landshluta varðandi veður og hvernig það hafði mögulega áhrif um páskana. lokum var fjallað um sumarbústaðaferðir og hvernig aðstæður fólks í bland við aldur hafa mögulega áhrif á upplifun þeirra.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Hulda Hólmkelsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar hjá Reykjavíkurborg og laganemi. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hulda talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

A Little Life e. Hanya Yanagihara

Yellowface e. R.F Kuang

Strákar sem meiða e. Evu Björgu Ægisdóttir

Red, White and Royal Blue e. Casey McQuiston

Og svo talaði hún um höfundinn Þorvald Þorsteinsson

Tónlist í þættinum:

Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarsson, texti Þorsteinn Eggertsson og Gunnar Þórðarsson)

Öjeblikket / Kari Bremnes (Kari og Lars Bremnes)

Tango Della Rose / Stanley Black (Bottero & Schrier)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,