• 00:05:17Ný heimildamynd - Gunnar Þórðarsson
  • 00:22:14Magnús R Einarsson - Póstkort
  • 00:38:13Matarspjallið - Páskar

Mannlegi þátturinn

Tónskáldið Gunnar Þórðarson, póstkort um flugvelli og páskamatarspjall

Um páskana verður sýnd í sjónvarpinu heimildarmyndin Tónskáldið Gunnar Þórðarson. Þetta er heimildarmynd í tveimur hlutum eftir Ágúst Guðmundsson og Jón Þór Hannesson um ævintýralegan feril Gunnars Þórðarsonar. Gunnar Þórðarson hefur fengist við margs konar dægurtónlist, allt frá lögum í anda Bítlanna til diskótónlistar og undir lok ferilsins fóru eyru hans opnast fyrir sígildri tónlist og óperan hans Ragnheiður sló í gegn ekki síður en sönglög hans sem mörg hver eru löngu orðin sígild meðal þjóðarinnar. Ágúst Guðmundsson var í hljóðveri RÚVAK á Akureyri og sagði okkur frá tilurð myndarinnar og auðvitað frá ferli Gunnars.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins hélt Magnús áfram kvarta undan flugstöðvum, en hann er nýkominn úr ferð til þriggja landa og í gegnum fjórar flugstöðvar. Af þeim fjórum þótti honum í Noregi erfiðust. Hann rekur upphaf leiðinda á flugstöðvum til ellefta septembers 2001 en eftir árásina á tvíburaturnna í Bandaríkjunum þann dag var allt eftirlit á flugvöllum hert um heilan helling út um allan heim. Hann sagði líka frá hefndarstríðinu sem hófst eftir árásina en í því fórust fjórar og hálf milljónir.

Svo var það páskamatarspjall. Sigurlaug Margrét var auðvitað með okkur og við skoðuðum páskamatinn, pásklamb og hamborgarhrygg og morgunmatinn um páskana.

Tónlist í þættinum:

Manitoba / Gunnar Þórðarsson (Gunnar Þórðarsson)

Þakka þér fyrir / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarsson-Stefán Hilmarsson)

Egg head / Al Stewart (Cecil Payne & Daniel Mendelssohn)

Páskaegg / Ingibjörg Þorbergs og hljómsveit Carls Billich (Ingibjörg Þorbergs)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

27. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,