Mannlegi þátturinn

Sigrún Jónsdóttir söngkona, vinkill og Örn lesandinn

Mannlegi þátturinn hefur nýtt sér viskubrunn Jónatans Garðarssonar reglulega, því hann veit eiginlega allt um sögu íslenskrar dægurtónlistar, síðast kom hann og sagði okkur frá Berta Möller. Við fengum afskaplega góð viðbrögð frá hlustendum við því og í dag fengum við því Jónatan til segja okkur frá Sigrúnu Jónsdóttur dægurlagasöngkonu, en hún var um tíma ein vinsælasta söngkona landsins og við heyrðum líka tvö lög með henni.

Við fengum svo vinkil nr. 78 frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Vinkill dagsins fjallaði um hvernig ein mynd getur orðið 1505 orðum, um tóbaksræktun í Kentucky fylki í Bandaríkjum Norður- Ameríku, um veruleika landbúnaðarverkamanna frá Nicaragua sem vinna tímabundið þar og um fíkn jarðarbúa í afurðir tóbaksplöntunnar; Nico-tiana taba-cum.

Og lesandi vikunnar í þetta sinn var leikarinn, söngvarinn og leiðsögumaðurinn Örn Árnason. Hann þarf auðvitað vart kynna eftir öll árin í Spaugstofunni, sem Afi á Stöð 2 og svo auðvitað allt annað sem hann hefur leikið á sviði og fyrir framan myndavélarnar. Ég man þá tíð er nafn á tónleikum þar sem hann og Jónas Þórir píanóleikari munu spila og syngja lög sem allir þekkja í Salnum í Kópavogi. En auðvitað sagði hann okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa udnanfarið. Örn talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Gönguleiðir á Reykjanesi e. Jónas Guðmundsson

Gönguleiðir á hálendinu e. Jónas Gumundsson

Kvæðasafn Einars Benediktssonar

Tónlist í þættinum:

Bimbó / Sigrún Jónsdóttir og öskubuskur (Rodney Morris og texti Guðmundur Sigurðsson)

Fjórir kátir þrestir / Sigrún Jónsdóttir með Kjell Karlson (Norskt alþýðulag, texti Jón Sigurðsson)

Io i Te / Emiliana Torrini (Leone Tinganelli)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

25. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,