• 00:05:29Edda Andrésdóttir - föstudagsgestur
  • 00:22:21Edda Andrésd. - seinni hluti
  • 00:38:02Matarspjallið - vorlaukur á Spáni

Mannlegi þátturinn

Edda Andrésdóttir föstudagsgestur og vorlaukur á Spáni

Edda Andrésdóttir fjölmiðlakona og rithöfundur var föstudagsgesturinn okkar þessu sinni. Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og var í fjölbreyttum verkefnum, gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldarinnar en fyrst og fremst var hún á skjáum landsmanna á kvöldmatartíma segja þeim fréttir. Við áttum skemmtilegt spjall við Eddu til dæmis um hennar reynslu af því fara til Vestmannaeyja beint í kjölfar þess gosið hófst, þegar hún var stíga sín fyrstu skref í blaðamennsku.

Besti vinur bragðlaukanna Sigurlaug Margrét er stödd á Spáni í sérstakri rannsóknarferð þar sem hún kynnir sér það helsta í mat og drykk og það er árstími púrrulauks og vorlauksins, Sigurlaug sagði okkur frá því hvernig er gott matreiða þá á á grillinu.

Tónlist í þættinum (föstudag)

Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)

Eyjan mín í bláum / Árni Johnsen (Árni Johnsen)

Time is on my side / Rolling Stones (Rolling Stones)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

1. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,