Mannlegi þátturinn

Sigríður Thorlacius föstudagsgestur og matarspjall um meðlæti

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan Sigríður Thorlacius. Flest tókum við líklega fyrst eftir henni í hljómsveitinni Hjaltalín, en ferill hennar er gríðarlega fjölbreyttur. Hún hefur meðal annars sungið í tríóinu GÓSS, með Tómasi R. Einarssyni, Bógómil Font, Heiðurspiltum og Uppáhellingunum bara til nefna nokkur verkefni. Hún hefur fengið Íslensku tónlistarverðlaunin, bæði sem rödd ársins og söngkona ársins og svona mætti lengi telja. En eins og við gerum alltaf með föstudagsgestinum þá fórum við aftur í tímann með Sigríði, á æskuslóðirnar, heyrðum hvenær söngurinn kom inn í hennar líf og förum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Svo kom Sigurlaug Margrét auðvitað til okkar í matarspjallið í dag. Í þetta sinn ræddum við um meðlæti, sem sagt kartöflurétti, gulrætur og fleira.

Tónlist í þættinum í dag:

Kossar án vara / GÓSS (Bubbi Morthens)

We Have All the Time in the World / Louis Armstrong (Hal David & John Barry)

Everybody’s Talkin / Harry Nilson (Fred Neil)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

16. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,