• 00:06:50Egill og Jónína - fjögur sjóslys á 20 dögum 1959
  • 00:33:23Jón Karl Helgason - Ragnar í Smára

Mannlegi þátturinn

Minningarstund um fjögur sjóslys og Ragnar í Smára

Á sunnudagin verður haldin minningarathöfn í Hafnarfjarðarkirkju um fjögur sjóslys sem áttu sér stað árið 1959 á tuttugu daga kafla frá 30.janúar til 18.febrúar. 153, frá fimm löndum, létust í slysunum, frá, Íslandi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum, Nýfundnalandi og Íslandi. Auk minningarathafnarinnar verður opnuð tvíþætt sýning, þar sem annars vegar verða sýnd fjölskyldutré hvers og eins hinna íslensku sjómanna sem fórust og svo verður sýning sem Egill Þórðarson, loftskeytamaður, hefur unnið um sjóslysin og aðstæðurnar þessa örlagaríku daga. Egill kom í þáttinn í dag og rifjaði upp þessi mannskæðu sjóslys og með honum kom Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju.

Í dag eru liðin 120 ár frá fæðingu Ragnars í Smára og af því tilefni verður sérstök dagskrá kl.17 í Hannesarholti þar sem afmælisbarnsins verður minnst. Ragnar rak smjörlíkisverksmiðju, sápuverksmiðju og á tímabili einnig brennisteinsvinnslu, en það sem hann hagnaðist á þar nýtti hann til kaupa málverk, styðja íslenskt tónlistarlíf og gefa út bækur. Jón Karl Helgason prófessor við Íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands þekkir ævi Ragnars í Smára betur en margir og hann kom í þáttinn í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

I have a Dream / ABBA (Benny Andersson & Björn Ulvaeus)

Calle Schewens vals / Willy Lundin af plötunni Swedish Paintings (Evert Taube)

Gettu hver hún er / Uppáhellingarnir og Sigríður Thorlacius (Jón Múli og Jónas Árnasynir)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

7. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,