• 00:05:27Linda Blöndal - föstudagsgestur
  • 00:22:05Linda Blöndal - seinni hluti
  • 00:35:28Matarspjall - ísskáps- og búrhreinsun

Mannlegi þátturinn

Linda Blöndal föstudagsgestur og ísskápshreinsun

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Linda Blöndal frétta- og fjölmiðlakona. Hún lærði stjórnmálafræði og hefur unnið í fjölmiðlum í á þriðja áratug, hún byrjaði á Bylgjunni en færði sig svo yfir á Rás 2 rétt fyrir aldamótin í Morgunútvarpið var einnig í Síðdegisútvarpinu og fleiri þáttum. Hún færði sig svo yfir í fréttirnar og hefur verið fréttakona hér á RÚV, á Stöð 2 og svo á Hringbraut, áður en hún kom aftur á fréttastofu RÚV. Við fórum með Lindu aftur í tímann og fengum hana til segja okkur frá æskuárunum í Breiðholtinu og í Æfinga- og tilraunaskólanum. Svo sagði hún okkur frá tengslum sínum við eyjuna Möltu og þegar hún fór í kosningaeftirlit til Tadsjikistan og lokum sagði hún áhugaverðar sögur úr fréttamennskunni.

Svo var það auðvitað matarspjallið, Sigurlaug Margrét kom til okkar og í þetta sinn töluðum við um ísskáps- og búrhreinsun. Þegar við búum til mat úr því sem er til í eldhúsinu, sem getur oft orðið glettilega gott. Stundum er það eini valkosturinn, til dæmis ef gesti ber óvænt garði.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég fann þig / Björgvin Halldórsson (Bandarískt þjóðlag, Jón Sigurðsson)

I Walk the Line / Johnny Cash (Johnny Cash & Burt Bacharach)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

2. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,