Mannlegi þátturinn

Túlka fréttir á pólsku, vinkill dagsins og Karen lesandinn

Þegar neyðarástand ríkir, eins og núna út af eldgosinu hjá Grindavík, er mikilvægt nauðsynlegar upplýsingar komist til skila til ólíkra hópa. Það er til dæmis gert með aðstoð túlka, eins og þeirra Martynu Ylfu Suzko og Aleksöndru Karwowska, en þær hafa undanfarið túlkað aukafréttatíma RÚV og upplýsingafundi Almannavarna yfir á pólsku í beinni útsendingu á ruv.is. Þær Martyna og Aleksandra komu til okkar í dag og sögðu okkur betur frá störfum sínum.

Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. þessu sinni talaði Guðjón Helgi um vefinn ísmús, sem er hafsjór af fróðleik, og svo bar hann líka vinkilinn við boðskap ævintýra, velti fyrir sér hvaða tilgangur gæti hafa verið með sumum ævintýrum til forna. Svo heyrðum við gamalt ævintýri sem finna á ísmús.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur. Hún hefur verið ein handritshöfunda fjölda sjónvarpsþátta, til dæmis þáttanna Venjulegt fólk, Arfurinn minn og svo í síðasta áramótaskaupi RÚV. Og er búið frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Kennarastofuna, þar sem hún er einnig í höfundateyminu. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Karen talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Þögli sjúklingurinn e. Alex Michaelides

Everything I Know bout Love e. Dolly Alderton

Duft e. Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Leyndardómur ljónsins e. Þorgrím Þráinsson

Disneybækurnar

Tónlist í þættinum í dag:

Ramóna / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Wayne & Gilbert, texti Þorsteinn Gíslason)

Lonestar / Norah Jones (Lee Alexander)

Á æðruleysinu / KK (Kristján Kristjánsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

15. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,