Mannlegi þátturinn

Með opin augu, einangrun eldri borgara, Alzheimer

Við fræddumst í dag um heimildarmyndina Með opin augun, en hún fjallar um þær Ásrúnu Hauksdóttur og Brynju Arthúrsdóttur, á tuttugu ára tímabili, skynjun þeirra og upplifun á umhverfinu, en þær misstu báðar sjónina á þrítugsaldri. Sem sagt er fjallað í myndinni um þeirra lífssýn án sjónarinnar. Brynja kom til okkar í dag ásamt Ástu Sól Kristjánsdóttur, framleiðanda, leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar, hún stendur myndinni ásamt Elínu Lilju Jónsdóttur. Brynja sagði okkur sína sögu og hvernig hún missti sjónina og Ásta frá sögu Ásrúnar sem lést fyrir rúmu ári, en Ásta er dóttir hennar. Þær sögðu líka frá söfnun sem er í gangi á karolinafund.com þar sem þær eru safna fyrir framleiðslukostnaðinum.

Í læknablaðinu sem kom út núna í vikunni kemur fram fólk frá 75 ára aldri á Akureyri hrumara eftir Covid faraldurinn og hefur einangrað sig meira. Þetta segir öldrunarlæknir við Sjúkrahúsið á Akureyri. Eldra fólkið margt hvert hætt mæta í félagsstarf, afþakkar félagsskap og ýmislegt annað tengt starfi eldri borgara. Við ákváðum ræða þetta aðeins í Mannlega þættinum og fengum til okkar viðtal Karl Erlendsson en hann er formaður félags eldri borgara á Akureyri.

Svo forvitnuðumst við líka um stuðningshópa sem starfræktir eru á Akureyri fyrir fólk með Alzheimer og aðstandendur þeirra. Það er iðjuþjálfinn Björg Jónína Gunnarsdóttir sem heldur utan starf hópanna, og allt í sjálfboðavinnu. Björg kom í þáttinn í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson)

Hún og verkarinn / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Scenic Railway / The Metropole Orkest ft. Jan Stulen (Roger Roger)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

10. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,