Mannlegi þátturinn

Katla Margrét föstudagsgestur og 13 ómissandi hlutir í eldhúsinu

Föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í þetta sinn var hin þjóðkunna leikkona Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Katla hefur komið víða við á leiklistarferli sínum, í sjónvarpsþáttum, á leiksviði, í kvikmyndum og áramótaskaupum og svo er hún í vinsælli hljómsveit, Heimilistónum, hvar hún leikur á píanó og semur lög og texta. Þessa dagana leikur hún meðal annars aðalhlutverkið í leikritinu Með guð í vasanum í Borgarleikhúsinu og hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýjum sjónvarpsþáttum, Kennarastofan, hjá Sjónvarpi Símans. Við fórum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hlíðunum og í Kópavogi, hún talaði um leiklistarskólanámið og svo hvernig ferillinn hefur þróast í þættinum í dag.

Sigurlaug Margrét kom svo í fyrsta matarspjall ársins og í dag ákváðum við tala um, og taka til, 13 hluti sem eru ómissandi í eldhúsinu í tilefni þess það er þrettándinn á morgun. Við gerðum lista hvert um sig og bárum þá saman í beinni útsendingu auðvitað og það var helst einn hlutur sem vakti ólíkar skoðanir hjá okkur.

Tónlist í þættinum í dag:

Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir)

Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason)

Here Comes the Sun / Nina Simone (George Harrison)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,