• 00:03:40Arnar Jónsson - föstudagsgestur
  • 00:17:12Arnar Jónsson - seinni hluti
  • 00:36:23Matarspjall - Pálínuboð og brauðskorpa

Mannlegi þátturinn

Arnar Jónsson föstudagsgestur og matarspjall um Pálínuboð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Arnar Jónsson. Hann er fæddur á Akureyri, útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikshússins 1964 og hefur síðan fleytt rjómann af karlhlutverkum leikbókmenntanna, hlutverkin nálgast 200 á sviði og stór hluti þeirra aðalhlutverk auk sjónvarps- og kvikmyndahlutverka. Arnar er nú, einu sinni sem oftar, í miðri frumsýningatörn fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Edda, í leikstjórn sonar hans Þorleifs. Eins og það ekki nóg þá er líka koma út tvöföld vínilplata með ljóðalestri Arnars. Það var því um nóg tala við Arnar í dag, við fórum aftur í æskuna fyrir norðan og á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og fengum meira segja ljóðalestur í beinni.

Svo var það matarspjallið, við töluðum í þetta sinn um Pálínuboð sem sniðugt er halda saman til dæmis með vinnufélögunum. Og svo töluðum við líka um hluta af brauðsneiðinni, eða brauðinu sem er umdeildur, skorpuna.

Tónlist í þættinum í dag:

Jólasveinninn minn / Elly Vilhjálms (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson)

Þorláksmessukvöld / Ragnhildur Gísladóttir (erlent lag, texti Þorsteinn Eggertsson)

Bjart er yfir Betlehem / KK og Ellen Kristjáns (höf.lags óþekktur, texti Ingólfur Jónsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

15. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,