• 00:04:35Þorgeir Ástvaldsson - föstudagsgestur
  • 00:22:23Þorgeir Ástvaldss. - seinni hluti
  • 00:39:42Fullveldismatarspjall

Mannlegi þátturinn

Þorgeir Ástvaldsson föstudagsgestur og fullveldismatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaðurinn, tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn. Hann hóf sinn fjölmiðlaferil 1977 í útvarpsþættinum Popphornið hér á Rás 1, svo stýrði hann vinsælum sjónvarpsþætti, Skonrokki, og svo þegar Rás 2 tók til starfa var Þorgeir ráðinn forstöðumaður stöðvarinnar. Fyrsti útsendingardagur var auðvitað 1. desember 1983, því heldur Rás 2 upp á 40 ára afmæli í dag. Það var um nóg spjalla við Þorgeir og ljómandi gaman rifja upp fyrstu daga Rásar 2 í þættinum í dag.

En það er auðvitað líka fullveldisdagur í dag og því veltum við fyrir okkur í dag, ásamt Sigurlaugu Margréti, hvað tilvalið borða á fullveldisdeginum í matarspjalli dagsins.

Tónlist í þættinum í dag:

Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson)

Ég labbaði í bæinn / Vihjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason og Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Er líða fer jólum / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

1. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,