• 00:06:40Vox Feminae 30 ára
  • 00:22:51Táknmálsviðburður í Tjarnarbíói
  • 00:35:57Sundlaugarmenning-Sigurlaug Dagsdóttir

Mannlegi þátturinn

Táknmálstónleikar,Vox Feminae 30 ára og sundlaugarmenning

Sérstakir táknmáls-tónleikar verða haldnir í Tjarnarbíói næstu helgi þar sem sviðsett verða ljóð á íslensku táknmáli og kannaðar verða nýjar slóðir í sviðslistum.Heyrnalausir og heyrandi sitja hlið við hlið á tónleikunum þar sem Döff ljóðlist og kórverk skapa áður óséðan samleik. Þau komu hingað Haukur Darri Hauksson og Elísabet Thea Kristjánsdóttir.

.

Í ár fagnar kvennakórinn Vox feminae 30 ára starfsafmæli . Í gegnum tíðina hefur Vox feminae lagt metnað sinn í auka veg kvennakóratónlistar á Íslandi með því íslensk tónskáld til semja verk fyrir kórinn. Á þessu afmælisári mun kórinn frumflytja verk eftir tónskáldin Eygló Höskuldsdóttir Viborg svo og eftir Stefan Sand sem nýverið tók við stjórn kórsins. Við ræddum við þær Margréti Pálmadóttur sem stjórnað hefur kórnum lengst af og Þórdísi Guðmundsdóttur formann kórsins.

Sigurlaug Dagsdóttir er verkefnastjóri vefsins Lifandi hefða hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hún kom til okkar og sagði okkur aðeins frá tilgangi þessa vefs en einnig frá þeirri undirbúningsvinnu sem fer fram er tengist skráningu sundlaugamenningar á Íslandi inná vefinn. vinna er veigamikið skref í undirbúningi tilnefningu hefðarinnar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf.

Stuðmenn - Út í kvöld.

Vox Feminae - Haustvísur til Maríu.

Uppáhellingarnir, Sigríður Thorlacius - Augun þín blá.

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,