Mannlegi þátturinn

Yfir magnaravörður, kakóvinkill og Gunnar lesandinn

Gunnar Árnason hljóðmaður er 5 faldur Edduverðlaunahafi og er með yfir 35 ára reynslu í sínu fagi. vill hann deila þessari reynslu og kenna eftirvinnslu hljóðs í kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Hann byrjaði sem hljóðmaður á Hótel Sögu og færði sig svo hægt og rólega frá dansleikjum, tónleikum og leikhúsum fyrst yfir í auglýsingar og svo í sjónvarps- og kvikmyndagerð þar sem hann hefur starfað síðustu 20 ár. Gunnar segir það vantar fólk í fagið, því vilji hann taka þátt í þjálfa nýliða. Gunnar kom í þáttinn í dag.

Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við súkkulaði- og kakóbaunaframleiðslu í hverfulum heimi.

Svo var það auðvitað lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur og áhugamaðu um bókmenntir. Og það er ekki ofsögum sagt segja hann áhugamaður um bókmenntir, því hann lætur sér ekki nægja lesa mikið af bókum, heldur skrifar hann um þær allar á facebook síðu sinni lestri loknum. Við fengum hann til segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Gunnar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Fátækt fólk e. Tryggva Emilsson.

Allt hold er hey e. Þorgrím Þráinsson

Saga borgaraættarinnar e. Gunnar Gunnarsson

Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrím Helgason

Þar sem Djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið e. Einar Kárason

Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér eldinum og Loftkastalinn sem hrundi e. Stieg Larsson

Fransí Biskví eftir Elínu Pálmadóttur.

lokum talaði hann um bækur Halldórs Laxness, glæpasögur Ragnars Jónassonar og bókinaOddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur.

Tónlist í þættinum í dag:

Honey will you marry me / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson)

Dirty Old Town / The Pogues (Ewan MacColl)

Afi súkkulaði / Egill Ólafsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

23. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,