Mannlegi þátturinn

Slysavarnaskólinn, að alast upp við fíknivanda og veðurspjallið

Á fyrsta fræðslufundi vetrarins á vegum Vitafélagsins verður tilurð Slysavarnaskóla sjómanna til umræðu. Höskuldur Einarsson var einn af frumkvöðlunum stofnun skólans og einn af fyrstu þrem starfsmönnum hans. Í fyrirlestri sem hann flytur á fræðslufundinum mun hann segja frá því hvað varð til þess farið var íhuga þessi mál og hvernig öryggisfræðslan var í Slysavarnaskólanum. Slysavarnaskólinn var stofnsettur árið 1985 og Höskuldur var yfirkennari skyndihjálpar og slökkvistarfa um borð í skólaskipinu Sæbjörgu.

Við töluðum í dag við Vagnbjörgu Magnúsdóttur, fíknifræðing, en hún sagði okkur frá rannsóknarritgerð sinni í meistaranámi í Háskólanum á Akureyri. Ritgerðin heitir Vanlíðan mín var birtingarmyndin - Reynsla kvenna af því alast upp við fíknivanda. Tilgangur rannsóknarinnar var dýpka skilning og auka þekkingu á áhrifum og afleiðingum þess alast upp við fíknivanda foreldra. Vagnbjörg sagði okkur betur frá rannsókninni í þættinum.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur í veðurspjallinu annan hvern þriðjudag í vetur eftir Elín Björk Jónasdóttir er horfin til annara starfa. Í fyrsta veðurspjalli Einars í Mannlega þættinum sagði hann okkur frá óvenju heitum september víða um heim, hlýjum sjávarstraumum svo fór hann yfir sumarveðrið hér á Íslandi og veðrið framundan.

Tónlist í þættinum

Got to get you in to my life / Earth Wind and fire (Lennon og Mcartney)

Bíldudals grænar baunir / Jolli og Kóla (Valgeir Guðjónsson)

Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason (Jón Jónsson) Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

3. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,