• 00:33:34Glock40spaz

Lestin

Baltasar í miðju menningarstríði, harmsaga úr rappheiminum, hinsegin bíó

King and conquerer nefnast nýir sögulegir drama og spennuþættir frá BBC. Þeir fjalla um valdabaráttu í Bretlandi á 11.öld - átök sem enduðu með orrustinni við Hastings árið 1066. James Norton og Nikolaj Coster-Waldau leika þá Harald Guðnason og Vilhjálm sigursæla, en mikill fjöldi Íslendinga kemur þáttunum, bæði sem leikarar og fólk í ýmsum stórum hlutverkum bakvið tjöldin. Þættirnir hafa fengið misjafnar viðtökur og meðal annars hefur verið rifist um það hvernig fólk talaði árið 1066, hvernig hártískan var á sögutímanum og það hvort leikaravalið of fjölbreytt. Við spjöllum við Baltasar Kormák, listrænan stjórnanda þáttanna, um þessar spurningar og aðrar.

Við fáum innslag af ysta jaðri tónlistarheimsins. Þórður Ingi Jónsson rekur harmsögu rapparans unga Lil EBG og læriföður hans Glock40spaz.

Við kíkjum líka í Bíó Paradís og heyrum um íslensku hinsegin kvikmyndahátíðina sem hefst á morgun.

Frumflutt

3. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,