Skrifstofudystópían Severance, Mickey 17, Roy Ayers
Nú um helgina fór í loftið síðasti þátturinn í annarri seríu af Severance, eins mótsagnakennt og það hljómar eru þættirnir vísindaskáldskapur sem gerist að mestu leyti á yfirmáta venjulegri skrifstofu. Dularfullt stórfyrirtæki, Lumon Industries, hefur þróað tækni sem klýfur huga fólks í tvennt en þannig getur fólk skilið fullkomlega milli vinnu og einkalífs . Skapari þáttanna er Dan Ericksen en það er grínleikarinn Ben Stiller sem er aðalframleiðandi og leikstýrir stórum hluta þáttanna. Við ræðum skrifstofu-dystópíur við Bryndísi Óska Ingvarsdóttur og Margréti Hugrúnu.
Mickey 17 nefnist nýjasta kvikmynd kóreiska óskarsleikstjórans Bong Joon Ho. Robert Pattinson leikur margar útgáfur af Mickey, sem vinnur við það að deyja. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina.
Við minnumst svo hins áhrifamikla sálar-fönk-acidjazz víbrafónleikara Roy Ayers, en flestir ættu að kannast við einhver lög eða að minnsta kosti lagabrot eftir hann - en hann er einn mest samplaði tónlistarmaður heims. Fingraför hans leynast því víða í hip-hop og raftónlist. Davíð Roach segir frá.
Frumflutt
24. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.