Torfi, þjóðlegur kynusli, salatmeistari í Gerðubergi
Á jarðhæð Borgarbókasafnsins í Gerðubergi standa nokkur glær borð, og á þau hefur verið raðað fjöldanum öllum af eldhúsáhöldum og borðbúnaði. Þessa dagana stendur nefnilega yfir skiptimarkaður, sem er sérstaklega tileinkaður öllu því sem viðkemur eldhúsinu. Bjarni Daníel kynnti sér málið, og græddi nýjan bolla í leiðinni.
Guðrún Úlfarsdóttir, pistlahöfundur, sendir okkur hugleiðingu um kynusla í klæðaburði goða og garpa í gegnum tíðina, og framtíð kynhlutlauss þjóðbúnings.
Í næstu viku kemur út ný plata frá unga tónlistarmanninum Torfa, í kvöld spilar hann á Upprásinni í Hörpu, og í dag var hann í danstímum í allan dag. Það er nóg að gera. En það kveður við ferskan tón í textum Torfa, þetta eru hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem fyrirfinnast varla á Íslandi.
Mac DeMarco - Cooking Up Something Good
Stirnir - Planta
María Baldursdóttir - Eldhúsverkin
Fredy Clue - Kärleksvisa
Kendrick Lamar - Real
David Bowie - Changes
Torfi - Mánaðamót
Torfi - Eiturlyf
Torfi - Ofurhægt
Torfi - Örmagna
Torfi - Hrifnastur
Frumflutt
16. apríl 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.