Krýsuvíkurleiðin, Secret Solstice, hafnar.haus í Mengi
Það hefur verið svolítið vont veður undanfarið. Í dag fóru margir fyrr heim úr vinnu vegna veðurs, alla vega hér á skrifstofunni okkar. Veðrið spilar líka stórt hlutverk í lífi Grindvíkinga um þessar mundir; veðrið og færð á vegum.
Sævar Andri Sigurðarson, tónlistarmaður, hefur verið að velta fyrir sér tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fór fram í Laugardalnum árin 2014-2019, en á dögunum bárust fréttir af því að bandaríska thrash-metal hljómsveitin Slayer hefði sigrað dómsmál gegn aðstandendum hátíðarinnar.
Hafnar.concert series er tónleikaröð sem José Luis Anderson hefur skipulagt í samstarfi við Hafnar.haus og tónleikastaðinn Mengi. Við kynnum okkur málið og kynnumst jafnframt tónlistarkonunni Ronju Jóhannsdóttur.
Lagalisti:
Slayer - War Ensemble
SSSól - Vertu þú sjálfur
SOPHIE - Face Shopping
Belle & Sebastian - If You’re Feeling Sinister
Slayer - War Ensemble
Andervel - Canción de cuna
Knackered - chatbot slang
ronja - 240p
ronja - fast-feedforward
Frumflutt
31. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.