Lestin

Lúsmý, Átak, meiri framritun

Á morgun verður síðasti þáttur Lestarinnar fyrir sumarfrí. Til loka önninni fengum við dagskrárgerðarfólk með okkur í lið sem eru stjórnarmeðlimir í Átaki, félags fólks með þroskahömlun. Dagskrá Lestarinnar á morgun verður því fjölbreytt, Atli Már Haraldsson segir okkur frá því.

Við ætlum rifja upp atburði á Ísafirði frá því síðasta sumar. Þá deildu ættingjar á Ísafirði um það hvort það væri komið lúsmý vestur. Við heyrum innslag frá síðasta sumri.

Við spilum svo seinni hlutann af samtali Þórðar Inga Jónssonar við bandaríska tónlistarfólkið C_Robo og DJ_Dave sem komu hingað til Reykjavíkur fyrr í mánuðinum á vegum Intelligent Instruments rannsóknarstofunnar til koma fram á tónleikum og halda námskeið. Þau stunda það sem kallast lifandi kóðun eða framritun, búa til raftónlist með tölvukóða og spila hana af fingrum fram fyrir áheyrendur í rauntíma.

Frumflutt

26. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,