Hvers vegna er Spotify enn á ný til umræðu? Hvað gerði þessi streymisrisi af sér að þessu sinni? Nýverið voru sagðar fréttir af því að tónlistarfólk hygðist fjarlægja efni sitt af Spotify í mótmælaskyni við fjárfestingar stofnandans Daniel Ek.
Við veltum fyrir okkur kostunum og göllum Spotify í samtali við tónlistarfólk, útvarpsfólk og framkvæmdastjóra STEF.
Rætt er við Sigurlaugu Thorarensen í BSÍ, Árna Húma Aðalsteinsson tónskáld, Þorstein Hreggviðsson útvarpsmann á Rás 2 og Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra STEF.
Frumflutt
20. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.