Kísildalurinn styður Trump, menningarheimar eða kynþættir?
Við rýnum í orð Bjarna Benediktssonar sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Ein pæling í síðustu viku. Haft var ranglega eftir honum á Vísi að hann hefði varað við blöndun kynþátta. Það gerði hann ekki og fréttin var lagfærð. En hver voru skilaboð forsætisráðherra í þættinum? Við veltum fyrir okkur muninum á því að vara við blöndun menningarheima eða kynþátta og ráðherra sem geldur varhug við moskubyggingum og gerir greinarmun á ákjósanlegum og óákjósanlegum innflytjendum.
Í yfirstandandi forsetakosningum hefur fjöldi áhrifamanna úr Kísildalnum, Silicon Valley, flykkt sér á bakvið Donald Trump. Hingað til hefur tæknigeirinn frekar stutt við demókrataflokkinn en nú skiptist hann í tvær fylkingar - en æ fleiri styðja Trump. Það er ekki bara ríkasti maður heims, Elon Musk, heldur líka David Sacks, fjárfestateymið Marc Andreessen og Ben Horowitz, og Winkelvoss-tvíburarnir, svo einhverjir séu nefndir. Við pælum í Trump og tæknigeiranum í Lestinni í dag.
Frumflutt
29. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson