Soft shell, Jarðsetning, þjóðlagasafnari heimsækir Ísland
Derek Piotr er bandarískur tónlistarmaður og þjóðlagasafnari sem hefur eytt seinustu árum í að ferðast um heiminn og taka upp gömul þjóðlög til varðveislu fyrir vefsíðu sína Fieldwork Archive. Fyrir nokkrum árum spjölluðum við við Derek, sem biðlaði þá til hlustenda Rásar 1 að hafa samband við sig til að hann gæti tekið upp íslenskar rímur og söngva í munnlegri geymd en Derek er nú á leið til landsins í maí til að leita uppi þessar vísur, ásamt því að halda tvenna tónleika. Við spjöllum við Derek í Lest dagsins.
Katrín Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur segir Lóu Björk frá verkinu sínu Soft Shell, sem er meðal annars innblásið af ASMR-hljóðáreiti.
Við heimsækjum svo Slökkvistöðina, sýningarými í áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Þar sýnir Anna María Bogadóttir arkitekt ljósmyndir af byggingu af niðurrifi Iðnaðarbankans við Lækjargötu. Sýningin er framhald af Jarðsetningar-verkefninu hennar sem hefur verið í gangi undanfarin ár með gjörningi, heimildarmynd og bók svo eitthvað sé nefnt.
Frumflutt
30. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.