Lestin

White Lotus, hugleiðingar hirðfífls, hönnun um hagvöxt, Jóhanna af Örk

um helgina fór í loftið síðasti þátturinn í þriðju þáttaröð White Lotus, hinna vinsælu þátta sem gerast á lúxusdvalarstöðum víða um heim sem eru þó allir hluti af hótelkeðju Hvíta Lótussins. Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar saknar Tanyu McQuoid úr seríunni.

Við ætlum líka heimsækja Gallerí Port þar sem stendur yfir sýningin Hagvextir og saga þjóðar. Fjórir einstaklingar sem vinna á mörkum hönnunar og listar koma þar saman og fást við töluleg gögn, gröf og hagfræðilegar stærðir. Við hittum Búa Bjarmar Aðalsteinsson forsprakka hópsins.

Högni Egilsson segir frá upplifun sinni af því koma fram á ráðstefna Karls Bretakonungs um loftslagsmál sem fór fram í Hampton Court höllinni í síðasta mánuði, Sustainable Markets Initiative. Högni kom þar fram ásamt Andra Snæ Magnasyni, og hefur reynslan og mótsagnirnar setið í honum: loftslagsmál og kapítalismi, viðskipti og menning. Högni flytur hugleiðingar hirðfífls.

Og svo ætlum við fræðast um Píslarsögu Jóhönnu af Örk - klassíska kvikmynd danans Carls Theodors Dreyers frá 1928, sem verður sýnd á Bíótekinu um helgina.

Frumflutt

10. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,