Þau Vaka Agnarsdóttir og Egill Gauti Sigurjónsson úr hljómsveitinni Inspector Spacetime verða lestarstjórar í þætti dagsins ásamt Lóu Björk. Tilefnið er útkoma nýrrar stuttskífu hljómsveitarinnar, Extravaganza, sem kemur út föstudaginn næstkomandi. Við frumflytjum tvö glæný lög með hljómsveitinni, drekkum kaffi og ræðum málin.
Er Airwaves komin af léttasta skeiði, eða má hún muna fífil sinn fegurri, einhvern veginn þannig mætti þýði titil skoðanapistil sem birtist í Reykjavík Grapevine í gær. Pistillin er eftir Jón Trausta Sigurðarson, útgefanda og einn stofnenda tímaritsins, en þar rekur hann þróun hátíðarinnar frá frá því að hún var fyrst haldin árið 1999 og til dagsins í dag. Hann veltir fyrir sér æ eldri tónleikagestum, hugmyndafræðinni á bakvið val á tónlistarfólki, og uppröðun þeirra. Kristján ræddi við Jónda um Airwaves og greinina hans Is Iceland Airwaves Past its prime?
Þau Katrín Helga Ólafsdóttir og Davíð Roach Gunnarsson voru útsendarar Lestarinnar á Airwaves í ár, við fáum að heyra þeirra yfirferð á hátíðinni í þætti dagsins.
Frumflutt
8. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.