Lestin

Grænlenskt rapp með Erpi, orðabókaskilgreining á Woke

Það er grænlensk vika á Rás 1 og því tilefni ætlum við ræða um grænlenskt hip hop við mann sem hefur fylgst lengi með rappsenunni í þessu næsta nágrannalandi okkar. Það er enginn annar en Erpur Eyvindarson sem spjallar við Lestina í dag um grænlenska rappsögu, allt frá frumkvöðlunum í Nuuk Posse til pólitísku rappstjörnunnar Tarrak. Una Gíslrún Schram kíkir í arabískt kaffi til Blazroca.

Hvað þýðir þetta orð, woke? Vók? Er hægt útskýra það á hátt sem allir eru sammála? Í upphafi vikunnar deildu Bjarni Snæbjörnsson, leikari, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona, um merkingu þessa orðs, í aðsendum pistlum á Vísi. Og þau virtust hafa mjög ólíkar skoðanir á þvi hvað orðið merkir. Við fáum innsendar skilgreiningar á orðinu og hugleiðingar um merkinguna og hvers vegna það gæti verið flókið útskýra hana.

Frumflutt

12. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,