Nýja platan frá Kendrick, Kneecap knésetja breska ríkið
Það er bara rapp í Lestinni í dag, Norður-Írskt og Norður-Amerískt rapp.
Nýjasta plata Kendricks Lamar, GNX, mætti óvænt á streymisveitur 22. nóvember síðastliðinn. Lög af plötunni hafa raðað sér á topp vinsældalista en viðtökurnar eru þó blendnar. Pitchfork gaf plötunni meðal annars lægstu einkunn sem nokkur plata frá K.Dot hefur fengið frá miðlinum. Við kíkjum á Prikið og rýnum í gripinn með Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams.
Við kynnumst írsku rappsveitinni Kneecap, sem unnu fyrir helgi mál gegn breska ráðherranum fyrrverandi, Kemi Badenoch, sem hafði reynt að stöðva styrkveitingu til þeirra. Ástæðan sem var gefin upp var sú að þeir hefðu óheppilegar pólitískar skoðanir, nánar tiltekið, styðja þeir sameinað Írland.
Frumflutt
3. des. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.