Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram um helgina en þá léku tíu hljómsveitir í Hörpu. Það var drungapönksveitin Geðbrigði sem bar sigur úr býtum. Við ræðum við Agnesi Ósk og Ásthildi Emmu úr hljómsveitinni.
Við fáum seinni pistilinn um Hönnunarmars frá Unu Maríu Magnúsdóttur. Sjálfbærniþvaður, djúpblá þörungamálning, og persónulegur absúrdismi í gervigreindarmyndum er meðal þess sem kemur við sögu í pistlinum.
Við hringjum svo niður í Bíó Paradís, sem var nýlega valið eitt svalasta kvikmyndahús heims af bíómiðlinum Variety. Þar er Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri bransa- og kvikmyndahátíðarinnar Stockfish. Hún segir okkur frá því helsta sem er að gerast á hátíðinni í ár.
Frumflutt
8. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.