Heimsókn Zelensky, hundamyndir, af hverju að læra íslensku?
Haukur Már Helgason rithöfundur og heimspekingur fylgdist með heimsókn Volodomirs Zelensky til Íslands í gær. Og hann spilar nokkuð hlutverk í fjórða innslaginu í pistlaröð hans um upplýsingaóreiðu. Haukur fjallar um samstöðu, ofureinfaldanir og óskilvirknina sem felst í lýðræðinu - eða upplýsingaóreiðu.
Við heimsækjum kennslustund í íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands og spjöllum við annars árs nema. Af hverju að læra íslensku?
Kolbeinn Rastrick er mikill áhugamaður um hundamyndir, starfrækir hundamyndaklúbb. Í pistli dagsins fer hann í gegnum sögu hundamynda, mælir með gullmolum og varar við því versta.
Frumflutt
30. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.