Séð og Heyrt-áhrifin, gamalt danskt lesbískt málverk á Íslandi
Glans- og slúðurtímaritið Séð og heyrt var stofnað 1996 og kom út í 20 ár til ársins 2016. Blaðið sagði fréttir af frægðarmennum og skemmtanalífi og var frá upphafi umdeilt en gríðarlega vinsælt. Í gær fór í loftið á Stöð 2 fyrsti þátturinn af sex í sjónvarpsseríu eftir Þorstein J. um tímaritið: Séð og Heyrt, sagan öll. Við ræðum um blaðið við annan af tveimur ritstjórum blaðsins á fyrstu árum þess, Bjarna Brynjólfsson.
Bertha Wegmann var dönsk listakona. Hún er fædd árið 1846, var hátt skrifuð á sínum tíma enda fyrsta konan sem varð hluti af dönsku akademíunni en eins og fleiri konur á árum áður, féll
Wegmann fljótt í gleymsku og varð ekki skrifuð inn í listasöguna. Frægðarsól hennar hefur þó risið aftur á undanförnum árum, þá sér í lagi eftir stóra yfirlitssýningu á höfundarverki hennar í Danmörku fyrir nokkrum árum. Einhverra hluta vegna eignaðist Listasafn Íslands fjögur verk eftir Wegmann eftir lát hennar. Við kynnum okkur málið nánar í þætti dagsins.
Umsjón: Kristján og Anna Gyða
Tónlist í þættinum:
Flash Callahan - Do you know the Truth
Doechii - Denial is a River
Charlie XCX og Caroline Polachek - Everything is Romantic
John Maus - Hey Moon
Frumflutt
13. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.