Lestin

Oasis miðasölurugl, upplýsingaóreiða árið 1813, draugagangur

Undir lok síðasta mánaðar fengu allir unglingar næntísins sameiginlega raðfullnægingu þegar tilkynnt var þekktustu villingar tjallapoppsins, Oasis, ætluðu koma aftur saman á nokkrum tónleikum á Bretlandseyjum næsta sumar. Milljónir næntísunglinga hrúguðust inn á vefsíðu miðasölurisans Ticketmaster snemma morguns þann 31. Ágúst og vonuðust til kaupa miða á rúmlega 11 þúsund krónur, en það var auglýst verð á ódýrustu miðum. En hjá flestum fór það öðruvísi en áætlað var. Við heyrum um síkvikt verðlag, dynamic pricing, á tónleikamiðum og fleiri hlutum.

Haukur Már Helgason veltir fyrir sér hugtakinu upplýsingaóreiða í pistlaröð í Lestinni. Í fyrsta pistlinum fer hann aftur til ársins 1813 og veltir fyrir sér fréttabanni og ólöglegum brandara.

Við förum í heimsókn í Bíó Paradís og ræðum við starfsfólk þar, sem hefur orðið vart við draugagang í húsinu. Lausnin er auðvitað halda miðilsfund. Það verður gert annað kvöld og um leið verður heimildamyndin The Gullspang Miracle frumsýnd. Myndin segir sögu tveggja systra sem komast í kynni við konu sem lítur alveg eins út og systir þeirra sem lést mörgum áratugum fyrr.

Frumflutt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,