Tónskáldið Gabríel Ólafsson sendi frá sér geimþemaplötuna Polar nú á dögunum en hljóðheimur plötunnar er ekki síður innblásinn af stærstu spendýrum jarðarinnar, hvölunum. Katrín Helga Ólafsdóttir ræðir við Gabríel um plötuna og sameiginlegt áhugamál þeirra, hvali.
Hermann Stefánsson rifjar upp ljóðrænan misskilning gervigreindarinnar varðandi sorg. Hann pælir í tíma sorgarinnar, sjúkdómsvæðingu hennar, og sorg sem kyndir hús.
Og við rennum við í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem nú stendur yfir undirbúningur fyrir Kvikmyndahátíð Framhaldsskólanna. Nemendur við skólann sjá um skipulagningu hátíðarinnar sem fer fram í ellefta sinn um helgina - 23 kvikmyndir eftir framhaldsskólanema verða sýndar í Bíó Paradís.
Frumflutt
11. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.