Í rúmar tvær vikur hefur tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson verið að hlusta á og melta nýjasta listaverk Kanye West, plötuna Vultures 1 sem hann gaf út ásamt Ty Dolla $ign. Platan er sjálfútgefin og trónir á toppi vinsældarlista. En hvaða siðferðilegu klemmur fylgja því að vera Kanye West aðdáandi?
Club Zero er níunda kvikmynd Austurríska leikstjórans Jessicu Hausner. Í myndinni fylgjumst við með hópi nemenda við alþjóðlegan heimavistarskóla sem skrá sig í róttækan næringarfræðikúrs hjá hinni undarlegu Ungfrú Novak. Markmiðið er að stunda meðvitað át eða “conscious eating” - sem gengur í grófum dráttum út á að borða minna. Við ræðum myndina við Tinnu Guðjónsdóttur, sem situr í stjórn Félags fagfólks um átraskanir og vinnur töluvert með ungmennum með átraskanir í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur á BUGL.
Lagalisti:
Lög af Vultures 1
Markus Binder - Gum
Markus Binder - Auto
Markus Binder - Moodrum
Frank Ocean - Self Control
Frumflutt
27. feb. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.