Lestin

Besta stuttmyndin, Supersport selja út? og stóri hvalurinn

Ásdís Sól Ágústsdóttir fór bera kennsl á rauðan þráð Í bókmenntum, bíómyndum og myndlist, hvalinn, hann virtist vera alls staðar. Hún ákvað lesa Moby Dick eftir Herman Melville og varð stórhrifin, og prófar setja hana í samhengi við umræðurnar um hvalveiðar á Íslandi.

Bergur Árnason kvikmyndagerðarmaður hlaut verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina á RIFF, fyrir myndina Bókaskipti, síðsumar í Reykjavík, en hátíðinni lauk formlega í gær. Hann nefnir Hlyn Pálmason og Rúnar Rúnarsson sem áhrifavalda sína, en langar gera myndir sem gerast í Reykjavík, frekar en í sveitinni

Hljómsveitin Supersport! hefur undanfarin fjögur ár verið einhver mest áberandi sveitin í reykvísku indí-grasrótinni. Síðasta föstudag kom út önnur breiðskífa sveitarinnar, Húsið mitt, hjá Öldu Music. Platan er lágstemmdari en síðasta, Tveir Dagar frá 2021. og stuttskífan Dog Run sem kom út ári áður. Þetta er hin fullkomna haustplata, tónlistin melódísk og ljúfsár popptónlist, með þétt ofnum kassagítarfléttum og einkennandi falsettu söngvarans Bjarna Daníels sem syngur íslenska hversdagsljóðrænu um það vökva blóm, kvöldmat hjá ömmu og hryggð vinnunnar. Við ræðum við Huga, Bjarna og Dag (Þóra var veik) um manifestó, sannleikann í söng, og útgáfusamninginn við Öldu Music

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,