Lestin

Shogun, samþykki, Þessir djöfulsins karlar

Sænska bókin Þessir djöfulsins karlar í þýðingu Þórdísar Gísladóttur kom út hjá Benedikt bókaútgáfu snemma í september. Djöfulsins karlar er uppgjör við brösulegt uppeldi í boði 68-kynslóðarinnar og sannsöguleg uppvaxtarsaga þar sem skáldað er í eyðurnar.

Sjónvarpsþættirnir Shogun voru sigursælir á Emmy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Shogun er 10 þátta sería sem byggir á sögulegri skáldsögu James Clavell um valdabrölt meðal stríðsherra Japans um aldamótin 1600. Við pælum í Shogun og menningu samúræja með Unni Bjarnadóttur.

Katrín Pálma Þorgerðardóttir, doktorsnemi í heimspeki, veltir fyrir sér samþykki og setur það í samhengi við mál Yazans Tamimi.

Frumflutt

17. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,